Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík

Sími: 553 0300

Viðskiptaskilmálar þessir eins og þeir eru á hverjum tíma gilda um alla þá þjónustu sem HUXRAD ehf. (hér eftir nefnt „félagið") lætur viðskiptavinum sínum í té. Neðangreindir skilmálar gilda eftir því sem við á hverju sinni nema um annað sé samið sérstaklega.

Taxti

Allar upphæðir eru án virðisaukaskatts.


Afslættir, hvort sem um staðgreiðslu- eða magnafslátt er að ræða, dragast frá grunnverði án virðisaukaskatts.

Félagið áskilur sér rétt til að breyta verðskrá með 30 daga fyrirvara. Hafi aðilar samið sín á milli um fast verð á gildistíma samnings, skal það verð þó ekki breytast.

Útkall er 4 tímar lágmark.  Vinna sem fram fer utan venjulegs vinnutíma milli klukkan 17:00 og 07:00 á virkum dögum er skilgreind sem yfirvinna. Ef óskað er eftir yfirvinnu leggst 18% álag ofan á tímagjaldið.

Vinna þar sem mætt er á staðinn svo sem fundir o.þ.h. telst lágmark 2 tímar að meðtöldum ferðalögum og lágmarks undirbúningi og frágangi.

Tilfallandi viðvik í fjarvinnu svo sem að logga sig inn á kerfi og vinna eða lengri svör við fyrirspurnum telst lágmark 1 tími lágmark en ekki er rukkað fyrir stutt símtöl eða tölvupósta (5-10 mín).
 

Greiðsluskilmálar og viðskiptareikningar

Úttektartímabil er frá 26. degi hvers mánaðar til 25. næsta mánaðar.

Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast félaginu innan 30 daga frá útgáfudegi annars teljast þeir samþykktir.

Reikningar eru sendir út um hver mánaðarmót fyrir síðastliðið úttektartímabil. Gjalddagi er seinasti dagur mánaðar eftir að úttektartímabili lýkur og eindagi er 20 dögum síðar.

Falli skuld í eindaga, áskilur félagið sér rétt til að senda innheimtubréf til ítrekunar á skuldinni. Innheimtubréf hafa í för með sér kostnað sem skuldara ber að greiða. Ef innheimtubréfum er ekki sinnt eða ekki staðið við samninga um greiðslur, þá er viðskiptaskuldin send í áframhaldandi innheimtu.

Félagið áskilur sér rétt til þess að synja viðskiptavini um þjónustu hafi reikningur ekki verið greiddur  innan 30 daga frá eindaga.

Hugverkaréttur

Viðskiptavini er óheimilt að afkóða (decompile), þýða (reverse engineer) eða án annan hátt taka í sundur hugbúnað sem honum er látinn í hendur af félaginu eða stuðla að nokkrum breytingum á honum.

Félagið á allan hugverkarétt á uppgötvunum og uppfinningum sem gerðar eru á grundvelli samnings aðila, nema ef slíkar uppgötvanir eða uppfinningar stafa einungis frá viðskiptavini.

Ef félagið eða undirverktakar félagsins og viðskiptavinur gera uppgötvunina eða uppfinninguna í sameiningu skulu öll réttindi henni tengd teljast sameign félagsins og viðskiptavinar. Hvor aðili um sig skal þá hafa óskertan rétt til að ráðstafa þeim réttindum sínum sem tengjast uppgötvuninni eða uppfinningunni. Ef uppfinningin eða uppgötvunin tilheyrir viðskiptavini einum falla öll réttindi henni tengd til hans. Viðskiptamaðurinn veitir þó félaginu óafturkallanlegt og endurgjaldslaust leyfi, er gildir um allan heim til að nýta sér uppgötvunina eða uppfinninguna, sem og allar einkaleyfisumsóknir og öll einkaleyfi, sem rót sína eiga að rekja til uppgötvunarinnar eða uppfinningarinnar.

Skilmálar þessir hafa ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfundarétti frá einum aðila til annars.

Ábyrgð á þjónustu

Lög nr. 42/2000 um þjónustukaup skulu gilda um þjónustu félagsins þar sem ákvæðum  þessara skilmála sleppir. Skulu ákvæði skilmálanna ganga framar ákvæðum laga hvað varðar viðskiptavini sem ekki teljast vera neytendur.

Telji viðskiptavinur að þjónusta sem félagið hefur veitt honum sé haldin galla, skal hann tilkynna félaginu um það um leið og hann verður gallans áskynja.

Af sama tilefni skal viðskiptavinur, sem ekki telst neytandi, tilkynna félaginu um meintan galla á þjónustu innan eins árs frá því að þjónustan var veitt honum. Neytandi skal tilkynna félaginu um meintan galla á þjónustu innan tveggja ára frá því að þjónustan var veitt honum. Tilkynni viðskiptavinir félaginu ekki um meintan galla innan framangreindra tímafresta, glata þeir rétti sínum til að krefjast úrbóta samkvæmt skilmálum þessum og lögum.

Þjónusta er veitt án skuldbindinga um viðbragðstíma hverju sinni, nema um annað sé sérstaklega samið. Í þeim tilvikum þar sem galli kemur fram á viðskiptavinur rétt á því að fram fari viðgerð, eða eftir atvikum bætt úr gallaðri þjónustu, eftir vali félagsins. Hugsanleg bótaábyrgð félagsins vegna galla á þjónustu þess skal sæta þeim takmörkunum sem hér greinir:

Vegna samninga um þjónustu skal bótaábyrgð félagsins nema að hámarki jafnvirði þeirrar þóknunar sem viðskiptavinur hefur sannanlega greitt til félagsins fyrir þá tilteknu þjónustu sem tjónið tengist á síðustu þremur mánuðum fyrir það atvik sem orsakaði umrætt tjón. 

Viðskiptavinur samþykkir að halda félaginu í öllum tilvikum skaðlausum af kröfum, sem kunna að fara fram úr framangreindum takmörkunum.

Félagið er ekki ábyrgt fyrir tjóni sem stafar af notkun hugbúnaðar. Félagið er  ekki ábyrgt ef gögn glatast eða týnast af hvaða ástæðum sem er. Félagið er ekki ábyrgt fyrir tjóni, sem verður á persónum, fasteignum og lausafé og stafar af búnaði, sem félagi hefur látið viðskiptavini í té eða unnið að Viðskiptamaður á ekki rétt á endurgreiðslu, eða öðrum skaðabótum í tilfelli náttúruhamfara, eða annarra óviðráðanlegra og/eða ófyrirsjáanlegra atburða (force majeure) sem koma í veg fyrir að félagið geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart viðskiptamanni.

Trúnaður

Samningar og innihald þeirra eru háðir trúnaði á milli samningsaðila þar til um annað er samið sérstaklega.  Öll gögn og upplýsingar  sem félagið verður vísari um viðskiptavin og skjólstæðinga hans skal vera trúnaðarmál.

Viðskiptavinur skal á sama hátt gæta fyllsta trúnaðar um gögn og upplýsingar  er varða félagið. Upplýsingar skal aðeins nota í þeim tilgangi sem þær voru fengnar og að því marki sem nauðsynlegt er við framkvæmd samnings. Aðilar skuldbinda sig til að ljóstra ekki upp trúnaðarupplýsingum sem þeir hafa móttekið frá gagnaaðila, þ.m.t. upplýsingum um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður gagnaðila, aðrar aðstæður varðandi um rekstur, viðskipti eða atriði sem ætla má að teljist trúnaðarupplýsingar sem halda ber leyndum. Upplýsingar, sem eru eða ætla má að séu á allra vitorði eða öllum aðgengilegar, teljast ekki trúnaðarupplýsingar, nema slíkar aðstæður stafi af broti á þessu ákvæði.  Þagnarskylda skal gilda áfram eftir að gildistíma samnings lýkur.

Taxti

Sérfræðingur F1

Akstur að 20 km

Annar akstur

Einingar/Tímagjald

25.016.- kr.

 

0 kr.

Samkvæmt viðmiðun rsk.is

Lýsing

Sérfræðingur, ráðgjafi eða forritari með mikla sérþekkingu,reynslu og starfstengda sérhæfingu.

HUX Logo