Við hjá HUX Ráðgjöf erum fjölbreyttur hópur sérfræðinga með langa reynslu af innleiðingu og þróun lausna innan Microsoft vistkerfisins. Við aðstoðum stór sem og lítil fyrirtæki við innleiðingu, uppsetningu og séraðlögun á hópvinnukerfinum, skjalaskjalakerfum og verkefnakerfum byggðum á Microsoft lausnamenginu. 

Íris Stefánsdóttir

Microsoft kerfisrekstur og rekstrarráðgjöf. InfoPath og vinnuflæða snillingur og elskar Information Rights Management. Eina manneskjan á skrifstofunni sem getur unnið með höndunum án þess að slasa sig og aðra.

Jóhann Bragi

Microsoft SharePoint lausnir og forritun. Er duglegur í ræktinni bara til að gefa það í skyn að við hin erum ekki í formi.

Guðjón Örn Þorsteinsson

Arkitektúr og ráðgjöf. Samþættir upplýsingakerfi og býr til upplýsingagáttir. Forritar ekki bara ofan á SharePoint heldur líka Navision og CRM ef þarf. Finnst þök á bílum vera óþarfa pjatt sama hvernig viðrar. 

Oddgeir Harðason

Microsoft SharePoint lausnir. Horfir á Battlefield myndbönd á YouTube og hefur sterkar skoðanir á því hvernig heyja skal víggrafarhernað.

Guðmundur Ólafur Sigurðsson

Microsoft BI lausnir. Býr til teninga og vöruhús eins og enginn sé morgundagurinn. PowerBI skýrslur stýra heimsmyndinni og halda honum gangandi. Sést lítið á skrifstofunni nema þegar það er bjór.

Please reload

Þórmundur Helgason

Sérforritun á lausnum fyrir Microsoft SharePoint og Office365. Keyrir á redbull og regnbogum í réttum hlutföllum. Smíðar auðkenningar, verkferla, skjalastýringar og leitarvélar.

Sigurður Unnar Einvarðson

Upplýsinga arkitektúr og ráðgjöf. Innleiðir skjalakerfi og skjalastjórnun en hugfanginn af aðgangsmálum og notendaupplifun. Sá eitt sinn regnboga. Dró fyrir og skrifaði bréf til velvakanda. Það var ekki birt sökum orðbrags.

Please reload

HUX Logo